Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Leclerc vann í Barein | Ver­stappen þurfti að hætta keppni

Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Titilvörn Max Verstappen í Formúlu 1 hefst í dag

Keppnistímabil Formúlu 1 hefst í dag. Max Verstappen hefur titilvörn sína og Kevin Magnussen snýr aftur til liðs við Haas liðið, þá kemur ofur-varamaðurinn Nico Hulkenberg til með að aka í stað Sebastian Vettel hjá Aston Martin, þar sem Vettel greindist með Covid í vikunni. Formúlu 1 kappaksturinn í Barein hefst klukkan 15:00 í dag.

Bílar
Fréttamynd

Leclerc á rá­spól í fyrstu keppni ársins

Charles Leclerc á Ferrari hafði betur gegn Max Verstappen í tímatökunni fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur ársins. Lewis Hamilton var nokkuð sáttur með tímatökuna eftir erfitt undirbúningstímabil þrátt fyrir að vera ekki meðal þriggja fremstu.

Formúla 1
Fréttamynd

Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn

Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton og Mercedes líklega refsað fyrir skróp

Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1, og liðsstjórinn Toto Wolff gætu átt yfir höfuð sér refsingu fyrir að mæta ekki á verðlaunaafhendinguna fyrir keppnisárið sem fram fór í París síðastliðin fimmtudag

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton sleginn til riddara

Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík.

Formúla 1
Fréttamynd

Kvörtunum Mercedes vísað frá

Opinberum kvörtunum Mercedes til alþjóðakappaksturssambandssin FIA, sem snúa að úrslitum lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1 þar sem Max Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Lewis Hamilton, hefur verið vísað frá.

Formúla 1
Fréttamynd

Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri.

Formúla 1